Óskráður leikmaður – Vængir Júpíters fara fram á sigur

Viðureign Vængja Júpíters og Harðar á laugardaginn dregur dilk á eftir sér. Mynd/Vængir Júpíters

Yfirlýsing frá Vængjum Júpíters vegna leiks Vængja – Harðar.


„Stjórn Vængja Júpíters (VJ) vill koma eftirfarandi athugasemd á framfæri eftir leik liðsins gegn Herði í Grill66 deild karla, laugardaginn 20. febrúar.


Leikmaður Harðar sem ekki var skráður á leikskýrslu við upphafs flaut tók þátt í leiknum. Slíkt er ólöglegt samkvæmt 32. grein reglugerðar um handknattleiksmót. Eftirlitsmaður leiksins tjáði okkur að skýrsla frá dómurum/eftirlitsmanni fylgdi alltaf slíku broti og við þyrftum að senda inn formlegt erindi til mótanefndar.


Formlegt erindi var sent á HSÍ á laugardagskvöldin þar sem farið var fram á 10 – 0 sigur eins og reglugerðin segir til um.


Fylgi mótanefnd fyrri úrskurðum þá er ljóst að Vængjum verði dæmdur 10 – 0 sigur.


Með handbolta kveðju,
Stjórn Vængja Júpíters.“

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Dagskráin: Þráðurinn tekinn upp með heilli umferð

Eftir hálfsmánaðar hlé verður þráðurinn tekinn upp í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Leikin verður heil umferð. Flautað verður til fyrsta...

Annar þjálfari Þórs er hættur

Þorvaldur Sigurðsson er hættur þjálfun karlaliðs Þórs á Akureyri en liðið leikur í Olísdeildinni. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Halldór...

Molakaffi: Sigur hjá Daníel Frey, Porto tekur númer 1 úr umferð, naumt tap

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot og var með 33 % markvörslu þann tíma sem hann stóð í marki Guif í gærkvöld...
- Auglýsing -