- Auglýsing -

Óvænt tap GOG – Íslendingar í eldlínunni

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins og GOG. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG biðu óvænt lægri hlut í kvöld í heimsókn sinni til Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 30:27. Þetta var fyrsta tap GOG í deildinni á leiktíðinni eftir 20 sigurleiki og eitt jafntefli. Liðið er áfram efst í deildinni með 41 stig eftir 22 leiki.
Viktor Gísli var í marki GOG hluta úr leiknum í Esbjerg í kvöld og varði eitt skot, 12,5%.

Samkvæmt talningu TV2 í Danmörku er 263 daga síðan GOG tapaði síðast leik í deildinni.


Danmerkurmeistarar Aalborg unnu öruggan sigur á SönderjyskE, 37:30, á heimavelli. Þeir eru fjórum stigum á eftir GOG og hafa auk þess leikið einum leik fleira. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark en átti fimm stoðsendingar. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari Aalborg var að vanda í sínu hlutverki.


Sveinn Jóhannsson er meiddur og verður ekki með SönderjyskE það sem eftir er leiktíðar eins og kom fram á handbolta.is fyrir um mánuði.


Ágúst Elí Björgvinsson markvörður og samherjar hans í Kolding eru áfram í basli í fallbaráttu. Þeir unnu eitt stig í kvöld í heimsókn til Lemvig, 26:26. Ágúst Elí stóð stuttan tíma í marki Kolding og varði tvö skot, 40%.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -