- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvænt úrslit í franska deildabikarnum

Ólafur Andrés Guðmundsson t.v. í leik með Montpellier. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Óvænt úrslit urðu í undanúrslitum frönsku deildarbikarkeppninnar í handknattleik karla í gær þegar PSG tapaði fyrir Chambéry í undanúrslitum, 29:28. PSG hefur ekki tapað stigi í frönsku 1. deildinni það sem af er keppnistímabilsins og unnið alla leiki sína nokkuð örugglega.

Chambéry er í fimmta sæti deildarinnar 10 stig á eftir PSG. Þar af leiðandi komu úrslitin mörgum í opna skjöldu enda var PSG með sína vöskustu sveit í leiknum að undanskildum Luka Karabatic sem er meiddur.

Lið Chambéry mætir HBC Nantes í úrslitaleik í dag. Nantes vann Montpellier, 27:26, í hinni viðureign undanúrslitanna í gær. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Montpellier í leiknum, eftir því sem næst verður komist.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -