- Auglýsing -

Óvissa ríkir um meiðsli Arons

Aron Pálmarsson að skora annað af tveimur mörkum sínum gegn Svartfellingum í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Aron Pálmarsson tognaði á kálfa snemma leiks við Svartfellinga og kom ekkert meira við sögu. Þetta hefur mbl.is eftir Gunnari Magnússyni aðstoðarþjálfara landsliðsins.


Óvíst er svo stuttu eftir leik hversu alvarleg meiðsli Arons eru og hvort þau hafi áhrif á frekari þátttöku hans á mótinu en íslenska landsliðið á að minnsta kosti einn leik eftir óleikinn.


Hermt er að rekja megi meiðslin til innilokunar Arons en hann slapp í dag út eftir viku einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann mátti ekki fara út af herberginu allan tímann og segir Gunnar í samtali við mbl.is að það sé ekki manneskjulegt að bjóða íþróttamanni að vera lokaður af inni á herbergi og vera hleypt út nánast nokkrum mínútum fyrir leik. Slíkt bjóði hættunni heim.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -