- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvíst hver þjálfar ÍR í Olísdeildinni

Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, á hliðarlínunni í einum af umspilsleikjunum við Fjölni. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

ÍR endurheimti á sunnudaginn sæti sitt í Olísdeild karla eftir eins árs fjarveru en liðið vann Fjölni í umspili um sæti í deildinni. Óvíst er hvort þjálfari ÍR síðustu tvö tímabil, Kristinn Björgúlfsson, haldi áfram og þjálfi liðið í Olísdeildinni á næsta vetri. Kristinn staðfesti við handbolta.is að samningur sinn við ÍR væri að renna út og á huldu væri enn hvað taki við, hvort hann haldi áfram eða stígi nú frá borði.


„Stjórn handknattleiksdeildar ÍR og ég lögðum viðræður um framhaldið í salt meðan á umspilinu stóð, en það er rétt að samningur minn við ÍR er að renna út um þessar mundir,“ sagði Kristinn í samtali við handbolta.is.

Skýrist vonandi fljótlega

„Nú er umspilinu lokið og ÍR hefur endurheimt sæti í Olísdeildinni. Þar með reikna ég með að við tölum saman fljótlega. Þar með ætti framhaldið að skýrast fljótlega. Ég vænti þess við setjumst niður og röbbum saman á allra næstu dögum,“ sagði Kristinn sem tók við ÍR-liðinu sumarið 2020 þegar handknattleiksdeildin var í fjárhagslegum ólgusjó vegna mikilla skulda. Tveimur árum síðar er deildin komin á lygnari sjó auk þess sem framundan er flutningur í nýtt og stórglæsilegt íþróttahús í Breiðholti.


Kristinn vildi ekkert tjá sig um hvort hann vildi halda áfram eða ekki. Sagði rétt að hann ræddi við stjórnendur handknattleiksdeildarinnar áður en hann lýsti opinberlega yfir skoðunum sínum í þeim efnum.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -