- Auglýsing -
- Auglýsing -

Parísarfararnir hefja keppni á morgun

Heimir Ríkarðsson, þjálfari er annar þjálfari U18 ára landsliðsins í handknattleik karla. Mynd/EHF Kolektiffimages
- Auglýsing -

U18 ára landslið Íslands í karlaflokki hefur keppni á fjögurra liða móti í París á morgun. Íslenski hópurinn hélt af stað á níunda tímanum í morgun eftir nærri klukkustundar töf vegna biðar eftir tengifarþegum sem voru með seinni skipunum.


Mótið er fyrsti liður í undirbúningi vegna þátttöku í EM 18 ára landsliða sem fram fer á næsta sumri. Þessi aldurshópur pilta hefur nær því ekkert komið saman til æfinga eða keppni í hálft annað ár.


Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Frökkum annað kvöld klukkan 19.15. Eftir það verður leikið við Króata á föstudaginn klukkan 17 og loks á móti Ungverjum réttum sólarhring síðar.


Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson, þjálfarar, völdu keppnishópinn fyrir nokkru. Eina breytingu varð að gera að sögn Heimis. Kristján Rafn Oddsson, FH, kom í stað Ísaks Steinssonar, Asker í Noregi. Ísak er meiddur.

Hópurinn sem keppir í París.



U18 ára landsliðið sem fór til Parísar í morgun er skipað eftirtöldum piltum:

Andrés Marel Sigurðsson, ÍBV.
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Kristján Rafn Oddsson, FH.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Selfossi.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Sudario Eidur Carneiro, Herði.
Sæþór Atlason, Selfossi.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Össur Haraldsson, Haukum.

Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum á mótinu. M.a. verða gefin þrjú stig fyrir sigur, í stað tveggja, og skori sigurliðið yfir 30 mörk fær það aukastig. Einnig fær taplið eitt stig ef munurinn er þrjú mörk eða minni í leikslok. Eins verður heimilt að taka tvö leikhlé í hvorum hálfleik. Hálfleikshlé verður 10 mínútur.

Leikir íslenska liðsins:

4.nóv.: Ísland – Frakkland kl. 19.15
5.nóv.: Ísland – Króatía kl. 17.
6.nóv.: Ísland – Ungverjaland kl. 17.

Öllum leikjum liðsins verður streymt á jútjúb á eftirfarandi slóð: https://www.youtube.com/c/TIBYHandball/featured.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -