- Auglýsing -
- Auglýsing -

Planið gekk upp hjá okkur

Björgvin Páll Gústavsson að verja eitt af skotum sínum í leiknum í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Planið gekk upp hjá okkur. Við ætluðum að keyra svolítið á austurríska liðið vegna þess að það hefur ekki mikla breidd til að halda uppi hraða í tvo sextíu mínútna leika á skömmum. tíma Af þeim sökum vissum við að það myndi hægjast á þeim þegar líða tæki á leikinn. Það gekk eftir og þá nýttum við hraðan okkar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Austurríkismönnum, 34:26, á Ásvöllum í kvöld þar sem íslenska landsliðið tryggði sér farseðilinn á HM á næsta ári. Samanlagt vann íslenska liðið með 12 marka mun í tveimur leikjum.

Æðislegt að upplifa stemninguna aftur

„Þegar við bættist að mikil stemning kom í vörninni okkar auk þess sem áhorfendur létu vel í sér heyra. Þegar allir þessir þættir blandast saman þá erum við mjög erfiðir viðureignar,” sagði Björgvin Páll og undirstrikaði hversu gaman það hafi verið að leika loksins aftur fyrir framan fullt hús að fólki.

„Að upplifa svona skemmtun eftir nærri þrjú ár er hreinlega æðislegt,“ sagði Björgvin Páll sem hugsanlega sér fram á sjötta heimsmeistaramótið með landsliðinu í janúar á næsta ári.

Spurning hvort konan hafi fengið nóg

„Maður fær aldrei nóg af stórmótum. Spurningin er kannski frekar sú hvort konan mín hafi ekki fengið nóg af þeim,“ sagði Björgvin Páll glettinn á svip og bætti við. „Við höfum tíma til að skipuleggja það auk þess sem við höfum kannski verið í erfiðari stöðu en akkúrat núna. Fyrst og fremst bara gaman að taka þátt í að tryggja landsliðinu sæti á enn einu stórmótinu.


Þetta er ótrúlegur árangur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -