Rašimas er í hópi Litháa

Vilius Rašimas, markvörður Selfoss t.v. fór á kostum gegn FH. Mynd/Selfoss/SÁ

Vilius Rašimas, markvörður Selfoss, er einn þriggja markvarða í 19 manna landsliðshópi Litháens sem valinn hefur verið. Rašimas var ekki í hópnum sem tók þátt í undankeppni EM í mars en nú er reiknað með honum en landslið Litháen mætir m.a. íslenska landsliðinu i Vilnius 29. apríl.


Fyrsti leikur landsliðs Litháen í landsliðsvikunni verður á móti Ísraelsmönnum í Tel Aviv í Ísrael mánudaginn 26. apríl. Þremur dögum síðar mæta Litháar íslenska landsliðinu og loks sækja þeir Portúgala heim 2. maí.


Auk Rašimas er fyrrverandi markvörður Hauka, Giedrius Morkunas, í hópnum en hann leikur með finnska meistaraliðinu Cocks. Þriðji markvörðurinn í 19 manna hópnum leikur með félagsliði í Litháen. Örvhenta skyttan, Mindaugas Dumčius, sem lék með Akureyri handboltafélagi fyrir nokkrum árum er einnig í landsliðinu. Hann er nú í herbúðum Elbflorenz í þýsku 2. deildinni.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -