- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rekinn eftir að hafa komið liðinu inn á Ólympíuleika

Bojana Popovic t.v. tók í dag við af Kim Rasmussen sem þjálfari kvennlandsliðs Svartfellinga í handknattleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danski handknattleiksþjálfarinn Kim Rasmussen fékk kaldar kveðjur í dag frá Handknattleikssambandi Svartfjallalands aðeins rúmri viku eftir að landslið Svartfjallalands undir hans stjórn tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana í handknattleik kvenna í sumar. Rasmussen var leystur frá störfum og þakkað pent fyrir að hafa stýrt landsliðinu á EM í Danmörku og í gegnum forkeppni Ólympíuleikana fyrir rúmri viku.


Í stað Rasmussen var handknattleiksgoðið Bojana Popović ráðin landsliðsþjálfari en hún hefur verið Dananum til halds og trausts. Popovic, sem einnig er þjálfari meistaraliðsins í Svartfjallalandi, Buducnost, stendur í stafni þegar Svartfellingar mæta Hvít-Rússum í tveimur leikjum í forkeppni HM eftir miðjan apríl.


Rasmussen tók við landsliði Svartfellinga nokkrum dögum áður Evrópumótið hófst í Danmörku í desember eftir að forveri hans, Dragan Adžić, stökk skyndilega frá borði. Rasmussen hefur áður þjálfað landslið Póllands og Ungverjalands auk þess að stýra félagsliðum. Um þessar mundir er hann þjálfari MKS Lublin í Póllandi og greindi frá fyrir nokkru að hann hætti hjá liðinu í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -