- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Rennd­um svo að segja blint í sjó­inn“

Úrklippa úr Morgunblaðinu 1. mars 1961 þegar framundan var fyrsti leikur Íslands á HM. Mynd af íslenska hópnum t.h.
- Auglýsing -

Í gær, 6. mars, voru 60 ár liðin síðan íslenska landsliðið í handknattleik karla hafnaði í sjötta sæti á heimsmeistaramótinu í Vestur-Þýskalandi undir stjórn Hallsteins Hinrikssonar. Sá árangur var ekki jafnaður fyrr en aldarfjórðungi síðar þegar Ísland varð í sjötta sæti á HM í Sviss 1986 undir stjórn Bogdan Kowalczyk.


Af þessu tilefni er viðtal í sunnudagblaði Morgunblaðsins við Gunnlaug Hjálmarsson sem var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í keppninni með 22 mörk. Hann var um leið þriðji markahæsti maður mótsins og var valinn í heimsliðið í mótslok, fyrstur íslenskra handknattleiksmanna.


„Þetta voru meira og minna her­menn í hinum liðunum, mjög vel á sig komn­ir. At­vinnu­menn þess tíma. Við vor­um eins og sveita­menn; rennd­um svo að segja blint í sjó­inn. En eft­ir­vænt­ing­in var mik­il,“ segir Gunnlaugur þegar hann rifjar upp þátttöku íslenska landsliðsins á mótinu í viðtali við Orra Pál Ormarsson, blaðamann Morgunblaðsins sem birtist að hluta til á mbl.is í morgun.


Árangur íslenska landsliðsins á mótinu kom mörgum í opna skjöldu en m.a. náðist jafntefli við Tékka, 15:15, í leik þar sem íslenska landsliðið var þremur mörkum undir, 15:12, þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Tékkar voru silfurlið frá næsta móti á undan, HM 1958, þegar Ísland var með í fyrsta skipti. Gunnlaugur var einnig með á því móti eins og hluti íslenska landsliðshópsins 1958.


Ísland tapaði naumlega fyrir Dönum í viðureignni um 5. sætið, 14:13. „Það tap var mjög sárt, ekki síst sig­ur­markið sem fór í stöng og þaðan í Hjalta, sem hafði varið mjög vel, og í markið. Lak inn,“ rifjar Gunn­laug­ur upp í fyrrgreindu viðtali við Morgunblaðið í dag.

Hjalti Einarsson, markvörður FH og íslenska landsliðsins, var að margra mati í mótslok, talinn einn allra besti markvörður heims á þessum tíma.


Leikurinn um fimmta sætið á HM þótti harður. Í um­sögn Morg­un­blaðsins kom eft­ir­far­andi fram: „Í skeyti þýzku frétta­stof­unn­ar er það tekið fram að sig­ur Dana hafi hlotnazt þeim fyr­ir mikla heppni. Leik­ur Dana var lé­leg­ur og án nokk­urs sókn­arþunga. Á köfl­um léku Íslend­ing­ar aft­ur á móti mjög vel og fjöl­breyti­lega. En hinn sænski dóm­ari kom þeim mjög úr jafn­vægi með dóm­um sín­um. Flest­ir áhorf­enda tók und­ir óánægju Íslend­inga með ópum.“


Hluta viðtalsins við Gunnlaug er hægt að lesa á vef mbl.is en lengri útgáfu er að finna í pappírsútgáfu Morgunblaðsins sem kom út í gær.


Í tilefni HM 2021 í Egyptalandi rifjaði handbolti.is upp þátttöku Íslands á nokkrum heimsmeistaramótum, m.a. var rifjuð upp þátttakan á HM 1961 og má finna hana hér fyrir neðan. Þar kemur m.a. fram hverjir skipuðu íslenska liðið og sagt frá hverjum leik.

Árangur HM liðsins 1961 var ekki bættur fyrr en á HM 1997 í Japan þegar íslenska landsliðið hafnaði í fimmta sæti undir stjórn Þorbjarnar Jenssonar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -