Reyndi að tala um fyrir EHF á löngum fundi

Vardar Skopje er í mestu vandræðum um þessar mundir. Mynd/EPA

Mihajlo Mihajlovski, forseti meistaraliðsins Vardar Skopje, segir það hafa verið áfall að heyra að liðinu verði ekki heimilað að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla á næstu leiktíð. Hann hafi átti rúmlega klukkustunda langan fund með Michael Wiederer forseta Handknattleikssambands Evrópu (EHF) í Köln á laugardaginn þar sem farið hafi verið yfir sviðið. Fundurinn hafi vonandi skýrt stöðu félagsins.


Eins og kom fram á handbolta.is í gær er allt eins reiknað með að Handknattleikssamband Evrópu taki ákvörðuna um að Vardar fái ekki sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Félagið er sagt skulda EHF talsverðar peninga en einnig leikmönnum, einkum frá fyrri tíð.


Mihajlovski segir Vardar hafa greitt 500.000 evrur, tæpar 70 milljónir króna, upp í skuldina um síðustu mánaðamót. Á móti eigi félagið inni talsverða fjármuni hjá EHF, m.a. vegna þátttöku á síðasta keppnistímabili auk tryggingagjalds vegna þátttöku í Meistaradeildinni í vetur sem leið. Meðan þeir fjármunir eru fastir hjá EHF eigi félagið erfitt um vik við að gera upp skuldir.


Mihajlovski segir ennfremur að félagið hafi samið við fjóra sterka stuðningsaðila fyrir næsta tímabil. Verði liðið ekki með í Meistaradeildinni kunni þeir samningar að vera í uppnámi.

Spánverjinn David Davis ætlar að hætta þjálfun Vardar verði liðið ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Mynd/EPA


Vardar er skuldsett félag. Mestur hluti skuldanna varð til í tíð eignarhaldsfélags sem rak félagið á árunum fram til 2019. Þá stóð félagið á fjárhagslegum brauðfótum á sama tíma og margt gekk innann vallar. Mihajlovski og félagar hans tóku við rekstirnumsumarið 2019. Hann segir að síðan hafi allt annað verið uppi á teningnum og reksturinn í jafnvægi.


Víst er að það verður þungt högg fyrir Vardar öðlist félagið ekki keppnisrétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. David Davis, þjálfari, sagði við 24Rakomet í gær að hann segi starfi sínu lausu taki Vardar ekki þátt í Meistaradeildinni.


EHF hefur ekkert tjáð sig um málið opinberlega. Talið er að EHF greini frá ákvörðun sinni á föstudaginn.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -