- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reynslan fleytti Vipers áfram – CSKA sneri við blaðinu

Leikmenn Vipers ætla í úrslit Meistaradeildar í fyrsta skipti. Mynd/EPA
- Auglýsing -

8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna lauk í dag þegar að tveir síðustu leikirnir voru háðir í Rússlandi. Vipers og Rostov-Don áttust við öðru sinni um. Vipers kom sér í vænlega stöðu eftir fyrri leikinn í gær með sjö marka sigri, 34-27.


Norska liðið ætlaði sér greinilega ekki að missa niður það forskot sitt og byrjaði leikinn af miklum krafti og komust í 7-1 forystu eftir ellefu mínútur þar sem að Katrine Lunde markvörður liðsins fór hreinlega á kostum. Rússneska liðið reyndi hvað það gat að snúa leiknum sér í vil og breyttu ótt og títt á milli varnarafbrigðanna, 4/2 og 5/1. Allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með jafntefli 23-23 og norska liðið komst því áfram 57-50 á samanlögðum úrslitum.


Þetta er í annað skiptið í röð sem að Vipers vinnur sér sæti í Final4. Tapið er mikið áfall fyrir rússneska liðið sem hefur hefur komist í undanúrslit keppninni á hverju ári frá 2016.

CSKA-liðið braut blað

Í Moskvu tóku CSKA á móti rúmenska liðinu CSM Búkaresti þar sem að leikmenn CSKA þurftu að vinna upp fimm marka tap frá því um síðustu helgi. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik og þegar flautað var til hálfleiks var CSKA með eins marks forystu 12-11.

Spennan var óbærileg undir lok seinni hálfleiks en þegar um fimm mínútur voru eftir komust CSKA í sjö marka forystu, 23-16. Þá kom góður kafli hjá CSM þar sem Cristina Neagu fór fyrir liði sínu sem tókst að minnka muninn niður í fjögur mörk, 23-19 og útlitið gott fyrir rúmenska liðið. Polina Vedekhina leikmaður CSKA náði hins vegar að skora 24. mark CSKA og koma því aftur fimm mörkum yfir þegar að um ein og hálf mínúta var til leiksloka. CSM-liðið reyndi hvað það gat að skora eitt mark til viðbótar en tókst það ekki. Lokatölur 24-19 sigur CSKA.


Þetta þýddi að liðin voru jöfn eftir þessa tvo leiki, 51-51, en CSKA komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. CSKA er þar með komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögunni.

Dregið á þriðjudaginn

Þar með er það orðið ljóst hvaða fjögur lið það verða sem munu spila í Final4 helginni í Búdapest 29.-30. maí. Það eru ungverska liðið Györ, norska liðið Vipers, franska liðið Brest og rússneska liðið CSKA. Dregið verður á þriðjudaginn hvaða lið mætast í undanúrslitum.


Rostov-Don 23-23 Vipers (11-12) (Samtals 50-57)
Mörk Rostov: Grace Zaadi 10, Iuliia Managarova 3, Vladlena Bobrovnikova 3, Anna Sen 2, Anna Lagerquist 2, Katarina Krpez-Slezak 2, Milana Tazhenova 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 10.
Mörk Vipers: Nora Mörk 5, Heidi Löke 5, Marta Tomac 4, Henny Reistad 3, Jana Knedlikova 3, Emilie Arntzen 2, Ragnhild Dahl 1.
Varin skot: Katrine Lunde 14.


CSKA 24-19 CSM Búkaresti (12-11) (Samtals 51-51 CSKA áfram á fleiri skoruðu mörkum á útivelli)
Mörk CSKA: Sara Ristovska 7, Darya Dmitrieva 6, Polina Gorshkova 2, Polina Vedekhina 2, Ekaterina Ilina 2, Kathrine Heindahl 2, Antonina Skorobogatchenko 2, Olga Gorshenina 1.
Varin skot: Chana Masson 12.
Mörk CSM: Cristina Neagu 9, Elizabeth Omoregie 4, Siraba Dembele 2, Dragana Cvijic 1, Barbara Lazovic 1, Crina Pintea 1, Laura Moisa 1.
Varin skot: Jelena Grubisic 12.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -