- Auglýsing -
- Auglýsing -

Risalið með Janus Daða í sigti

Janus Daði Smárason í leik með Göppingen. Mynd/Göppingen
- Auglýsing -

Franska stórliðið PSG var með íslenska landsliðsmanninn Janus Daða Smárason í sigti á dögunum þegar liðið leitaði að manni til þess að hlaupa í skarðið fyrir Nikola Karabatic. Frá þessu er greint í Stuttgarter-Zeitung í dag.


Þar segir að forráðamenn PSG hafi sett sig í samband við Arnar Theodórsson, umboðsmann Janusar Daða, þegar leit stóð yfir að manni í stað Karabatic. Janus Daði hafi slegið í gegn með Göppingen það sem af er leiktíðar og því þótt mjög álitlegur kostur. Hinsvegar hafi forráðamenn Göppingen ekki orðið jafn hrifnir. Þeir vildu ekki missa Janus Daða sem kom til þeirra í sumar frá danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold. Janus Daði er með samning við þýska liðið fram á mitt ár 2022. Viðræður fóru aldrei á það stig að rætt hafi verið um hugsanlegt kaupverð. Svo skýr voru skilaboð forráðamanna Göppingen um að þeir létu Janus Daða ekki af hendi.


Svo fór að PSG samdi um síðustu helgi við hollenska landsliðsmanninn Luc Steins eftir að hafa náð samningi við Toulouse um að leigja Hollendinginn út yfirstandandi leiktíð. Áður hafði komið fram að PSG hafði borið víurnar í Sebastian Skube hjá Bjerringbro/Silkeborg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -