- Auglýsing -
- Auglýsing -

Risaslagur í úrslitum á morgun

Stine Oftedal leikmaður Györ sækir að vörn Esbjerg í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Vipers frá Kristiansand í Noregi og ungverska liðið Györ mætast í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í handknattlelik í Búdapest á morgun. Liðin unnu undanúrslitaviðureignirnar sínar sem fóru fram í dag fyrir framan 14.800 áhorfendur sem er met á kvennaleikjum. Sannkallaður risaslagur er þar með framundan í úrslitaleiknum.


Í fyrri undanúrslitaleiknum var það ungverska liðið Györ sem hafði betur gegn Esbjerg 32-27 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 15-15.


Vipers og Metz áttust við í seinni leiknum þar sem að norska liðið hafði betur 33-27.


Vipers á því möguleika á því að verja titilinn þegar þær mæta Györ í úrslitaleiknum á morgun en Metz og Esbjerg eigast við í bronsleiknum.


Györ 32-27 Esbjerg (15-15)

  • Þetta er í sjötta sinn sem Györ kemst í úrslit Final4 frá því að það fyrirkomulag var sett á laggirnar tímabilið 2013/14. Af þessum sex skiptum hefur ungverska liðið staðið uppi sem sigurvegari í fjórgang.
  • 6-2 kafli hjá Györ um miðjan seinni hálfleik lagði grunninn að sigri liðsins í þessum leik.
  • Silje Solberg markvörður Györ átti frábæran leik í fyrri hálfleik en varði 9 skot og var með 39,1% markvörslu og auk þess skoraði hún 2 mörk.
  • Sóknarleikur danska liðsins sem var með 50% sóknarnýtingu.
  • Henny Reistad leikmaður Esbjerg var markahæst í leiknum með átta mörk.
  • Þetta var fyrsti tapleikur Esbjerg í Meistaradeildinni síðan í október. Alls lék liðið 13 leiki í röð í keppninni án taps.
  • Györ er enn með besta sigurhlutfallið í Final4, hefur unnið 11 en tapað tveimur.

Mörk Györ: Stine Oftedal 5, Linn Blohm 4, Csenge Fodor 4, Anne Mette Hansen 3, Eun Hee Ryu 3, Silje Solberg 2, Dorottya Faluvegi 2, Crina Pintea 2, Veronica Kristiansen 2, Viktoria Lukacs 2, Nadine Schatzl 2, Estelle Nze-Minko 1.
Mörk Esbjerg: Henny Ella Reistad 8, Vilde Ingstad 5, Kristine Breistøl 5, Kaja Kamp Nielsen 3, Mette Tranborg 2, Marit Jacobsen 2, Sanna Solberg-Isaksen 1, Michala Møller 1.

Nora Mørk leikmaður Vipers sækir að Laura Kanor og Bruna varnarmönnum franska liðsins Metz. Mynd/EPA


Metz 27-33 Vipers (15-14)

  • Vipers er fjórða liðið í sögunni sem nær að komast í úrslitaleikinn tvö ár í röð. Hin eru Buducnost, Györ og Vardar.
  • Metz náði 6-0 kafla undir lok fyrri hálfleiks og kom í veg fyrir að Vipers skoraði mark í tæpar níu mínútur.
  • Norska liðið svaraði með 7-1 kafla og komist í 25-20 þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum.
  • Nora Mørk skoraði 7 mörk og er þar með búin að skora 103 mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hún er um leið þriðji leikamaðurinn sem rýfur 100 marka múrinn.
  • Isabelle Gulldén er nú komin í fjórða sætið yfir flest mörk skoruð í Final4. Hún hefur náð að skora 49 mörk til þessa og vantar 8 mörk til að ná Nycke Groot og Anitu Görbicz sem hafa skorað flest mörk.
  • Með þessum sigri hefur Vipers unnið fjóra leiki og tapað einum í Final4.
  • Markéta Jerábková vinstri skyrta Vipers átti sinn besta leik í Meistaradeildinni til þessa. Hún skoraði 12 mörk. Aðeins Isabella Gulldén hefur náð að skora fleiri mörk í einum leik í Final4. Hún skoraði 15 mörk í leik með CSM leiktíðina 2015/2016.
  • Vipers getur orðið fimmta liðið í sögunni til þess að verja titilinn. Hin eru Hypo, Slagelse, Viborg og Györ.

Mörk Metz: Bruna De Paula 5, Orlane Kanor 4, Tamara Horacek 4, Sarah Bouktit 3, Laura Kanor 3, Adriana Castro 2, Meline Nocandy 2, Astride N´gouan 1, Chloe Valentini 1, Grace Zaadi 1, Debbie Bont 1.
Mörk Vipers Kristiansand: Markéta Jerábková 12, Nora Mørk 7, Sunniva Naes 5, Ana Debelic 4, Jana Knedlikova 2, Isabelle Gullden 2, Ragnhild Dahl 1.




- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -