- Auglýsing -
- Auglýsing -

Risu upp eftir veikindi og unnu í hörkuleik

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og GOG í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar mættu til leiks á ný aftur í dag í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir fjarveru vegna hópsmits kórónuveiru innan liðsins sem náði hámarki fyrir hálfum mánuði. GOG fékk sannarlega erfiðan leik í dag gegn Bjerringbro/Silkeborg sem er í fjórða sæti deildarinnar en GOG var í öðru. Staða liðanna í deildinni breyttist ekkert þar sem Viktor Gísli og félagar náðu að kreista fram sigur í hörkuleik, 34:33. GOG var einnig marki yfir í hálfleik, 18:17.

Viktor Gísli náði sér ekki á strik í marki GOG. Hann fékk þó að standa á milli stanganna meirihluta leiksins og varði 4 skot, var með 15% hlutfallsmarkvörslu. Gamla brýnið, Sören Hagen, varði sex skot.


Meðan Bjerringbro/Silkeborg tapaði þá treystu Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með eins marks sigri á útivelli á móti Mors-Thy, 27:26, eftir að þeir voru þremur mörkum undir í hálfleik, 14:11. Óðinn Þór skoraði eitt mark en átti fjögur markskot.


Meistarar Aalborg Håndbold, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, vann Lemvig, 24:20. Þar með halda meistararnir toppsætinu. Þeir hafa að vísu leikið einum leik fleiri en GOG.


Mörk GOG: Mathias Gidsel 8, Anders Zachariassen 6, Emil Jakobsen 6, Morten Olsen 5, Simon Pytlick 5, Oscar Bergendahl 2, Kasper Kildelund 2.
Mörk Bjerringbro-Silkeborg: Nikolaj Nielsen 9, Mads Andersen 6, William Bogojevic 5, Sebastian Skube 3, Rene Hansen 3, Alexander Lynggaard 2, August Pedersen 2, Sebastian Skøtt 1, Aksel Horgen 1, Jacob Lassen 1.


Mors-Thy Håndbold: Bjarke Christensen 7, Mads Hangard 5, Marcus Sørensen 4, Emil Bergholt 3, Allan Hansen 2, Lasse Pedersen 1, Tim Sørensen 1, Jacob Hessellund 1. Rasmus Bech 1, Jens Dolberg 1.
TTH Holstebro: Aaron Mensing 10, Johan Meklenborg 10, Magnus Bramming 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 1, Kay Smits 1, Jonas Porup 1, Christoffer Cichosz 1.


Mörk Aalborg Håndbold: Mads Christiansen 4, Lukas Sandell 3, Andreas Holst 3, Nikolaj Læsø 3, Buster Juul 3, Simon Gade 3, Rene Antonsen 2, Magnus Saugstrup 1, Benjamin Jakobsen 1, Jonas Samuelsson 1.
Mörk Lemvig: Jacob Østergaard 4, Nicolaj Spanggaard 3, Mads Hansen 2, Frederik Iversen 2, Jesper Kokholm 2, Sasser Sonn 2, Rasmus Porup 2, Jonas Langerhuus 1, Mikkel Sandholm 1, Thomas Damgaard 1.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
Aalborg 25(15), GOG 24(13), Holstebro 22(15), Bjerringbro/Silkeborg 19(15), Skjern 17(15), SönderjyskE 17(15), Kolding 15(15), Fredericia 14(14), Skanderborg 14(15), Mors Thy 13(15), Århus 12(15), Ribe-Esbjerg 9(15), Ringsted 3(14), Lemvig 2(15).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -