- Auglýsing -

Róbert Örn gerir þriggja ára samning við HK

Róbert Örn Karlsson markvörður HK. Mynd/HK

Handknattleiksmarkvörðurinn Róbert Örn Karlsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við HK. Frá þessu er greint á heimasíðu HK. Róbert Örn er á láni frá Fram en sennilegt er að hann hafi varanleg vistaskipti eftir að hafa skrifað undir svo langan samning við HK.


„Róbert hefur verið á láni hjá okkur í vetur og staðið sig vel. HK bindur miklar vonir við Róbert á komandi árum og teljum við hann mikilvægan hlekk í uppbyggingu liðsins á komandi árum,“ segir í tilkynningu á heimasíðu HK.


Róbert Örn hefur borið hitann og þungann af því að verja mark HK á yfirstandandi keppnistímabili ásamt Sigurjóni Guðmundssyni. Ingvar Ingvasson kom einnig við sögu í nokkrum leikjum í desember.


Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -