- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúnar fór hamförum

Rúnar Kárason gengur til liðs við ÍBV í sumar. Mynd/Ribe Esbjerg, Andersen.dk
- Auglýsing -

Rúnar Kárason fór hamförum á handknattleiksvellinum í kvöld þegar lið hans, Ribe-Esbjerg, kjöldró Elvar Örn Jónsson og félaga hans í Skjern með 13 marka mun á heimavelli, 36:23, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Rúnar skoraði 11 mörk í 14 skotum og átti auk þess sex stoðsendingar. Hann var markahæsti leikmaður vallarins. Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk í fimm skotum og Daníel Þór Ingason skoraði tvisvar sinnum en allir leika þeir með Ribe-Esbjerg.

Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk í sex tilraunum fyrir Skjern og átti auk þess tvær stoðsendingar.

Flestir leikir hafa gengið á afturlöppunum hjá leikmönnum Ribe-Esbjerg á þessari leiktíð. Liðið hafði aðeins unnið tvisvar og gert eitt jafntefli en tapað átta viðureignum þegar Skjern sem var í sjötta sæti kom í heimsókn. Ribe-Esbjerg lék reyndar vel gegn GOG í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í vikunni en tapaði naumlega eftir framlengingu.

Leikmenn Ribe-Esbjerg ráku heldur betur af sér slyðruorðið að þessu sinni. Auk Rúnars þá átti Sören Rassmussen markvörður stórleik og var með 45% hlutfallsmarkvörslu.

Ribe-Esbjerg er í þriðja neðsta sæti þrátt fyrir allt með sjö stig eftir 12 leiki en hefur fjarlægst neðstu liðin tvö Ringsted og Lemvig.

Aðrir leikir í kvöld:

Fredericia – Lemvig 31:23
Mors – Århus 28:36

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -