- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rússi féll á lyfjaprófi og tekur út keppnisbann

Dimitri Kiselev, hér í leik með Rússum á HM 2021, féll á lyfjaprófi í vor. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Lyfjanefnd rússneska íþróttasambandsins hefur dæmt landsliðsmanninn Dimitri Kiselev í þriggja mánaða keppnisbann eftir að hann var uppvís að notkun ólöglegra lyfja. Kiselev fór í lyfjapróf fyrir undanúrslitaleik CSKA Moskvu og Medvedi Perm í rússnesku úrvalsdeildinni 14. maí í vor.


Ekki kemur fram hvaða ólöglega efni greindist í sýni sem Kiselev skilaði af sér við eftirlitið. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu mun Kiselev missa af fyrstu vikum undirbúnings- og keppnistímabilsins í Rússlandi.


Kiselev gekk til liðs við CSKA Moskvu fyrir ári en áður hafði hann m.a. leikið fyrir Vardar Skopje og Medvedi Chekhov og Neve í St. Pétursborg í heimalandinu. Helsti bakhjarl CSKA um þessar mundir er Sergei Shishkarev sem jafnframt er forseti rússneska handknattleikssambandsins.

Hafa dregið lappirnar

Bannið vekur ekki aðeins athygli vegna þess að handknattleiksmenn falla sjaldan á lyfjaprófum, þrátt fyrir mjög ákveðið eftirlit á stórum mótum og í mörgum landsmótum, heldur einnig fyrir að Rússar hafa almennt þótt draga lappirnar og slá slöku við lyfjaeftirlit í íþróttum. Af þeim sökum m.a. kepptu rússneskir íþróttamenn og landslið lítt undir fána Rússlands á stórmótum á síðustu árum áður en að innrás Rússa í Úkraínu kom.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -