Rut og Birgir Steinn best hjá Gróttu

Lilja Hrund Stefánsdóttir, Valgerður Helga Ísaksdóttir og Rut Bernódusdóttir með viðurkenningar sínar á lokahófi Gróttu á laugardaginn. Mynd/Grótta

Á laugardaginn fór fram lokahóf meistaraflokka Gróttu í handknattleik. Þar komu saman leikmenn, þjálfarar, stjórn og sjálfboðaliðar og fögnuðu góðu tímabili auk þess sem veittar voru viðurkenningar fyrir tímabilið. Rut Bernódusdóttir og Birgir Steinn Jónsson voru til að mynda valin bestu leikmenn meistaraflokksliðanna. Fleiri hlutu viðurkenningu fyrir tímabilið sem er að baki eins og sjá má hér fyrir neðan.


Meistaraflokkur kvenna:
Efnilegasti leikmaður – Lilja Hrund Stefánsdóttir.
Mikilvægasti leikmaður – Valgerður Helga Ísaksdóttir.
Besti leikmaður – Rut Bernódusdóttir.


Meistaraflokkur karla:
Mikilvægasti leikmaður – Andri Þór Helgason.
Mikilvægasti leikmaður – Einar Baldvin Baldvinsson.
Besti leikmaður – Birgir Steinn Jónsson.

Einar Baldvin Baldvinsson, Andri Þór Helgason, Birgir Steinn Jónsson. Mynd/Grótta


Ungmennalið karla:
Mikilvægasti leikmaður – Oliver Magnússon.
Besti leikmaður – Daníel Andri Valtýsson.


Nokkrir leikmenn voru heiðraðir fyrir 50 leiki fyrir Gróttu:
Anna Katrín Stefánsdóttir.
Ari Pétur Eiríksson.
Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir.
Jakob Ingi Stefánsson.
Katrín Anna Ásmundsdóttir.
Valgerður Helga Ísaksdóttir.


Nokkrir leikmenn voru heiðraðir fyrir 50 leiki fyrir Gróttu:
Guðrún Þorláksdóttir.
Soffía Steingrímsdóttir.

Kári Garðarsson t.v. og Davíð Örn Hlöðversson fráfarandi þjálfarar meistaraflokks kvenna hjá Gróttu. Mynd/Grótta.


Einnig var þjálfarateymi meistaraflokks kvenna, Davíð Erni Hlöðverssyni og Kára Garðarssyni þakkað fyrir sín störf undanfarin ár. Þeir láta nú af störfum.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -