- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sá markahæsti á EM er úr leik

Hollendingurinn Kay Smits skorar ekki úr fleiri vítaköstum á EM 2022. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Markahæsti leikmaður Evrópumóts karla, Hollendingurinnn Kay Smits, tekur væntanlega ekki þátt í fleiri leikjum á Evrópumótinu. Hann greindist smitaður af kórónuveirunni í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá hollenska handknattleikssambandinu.


Auk Smits reyndust Samir Benghanem og Jasper Adams einnig vera jákvæðir við skimun í morgun auk sjúkraþjálfarans Robert Baardse.


Í gær reyndust Erlingur Richardsson, landsliðsþjálfari Hollands, og markvarðaþjálfarinn vera smitaðir. Ljóst er að róðurinn þyngist talsvert í herbúðum Hollendinga við tíðindi morgunsins.


Hollendingar unnu afar góðan sigur á Svartfellingum í gær, 34:30. Þeir mæta heimsmeisturum Dana á morgun.


Smiths hefur skorað 45 mörk í fimm leikjum, ellefu mörkum fleiri en Pólverjinn Arkadiusz Moryto. Ómar Ingi Magnússon er í þriðja sæti með 33 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -