- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sætur sigur í grannaslag

Aron Dagur Pálsson er kominn til Noregsmeistara Elverum. Mynd/Alingsås
- Auglýsing -

„Við náðum okkur vel á strik í dag. Vörnin var flott og okkur tókst að spila skynsamlega í sókninni,“ sagði Aron Dagur Pálsson við handbolta.is í kvöld eftir að Alingsås vann Sävehof, 28:24 í Partille, heimavelli Sävehof, en um var að ræða sannkallaðan grannaslag.
Eftir tvo tapleiki í röð, einn í sænsku deildinni og annan í Evrópudeildinni, var sigurinn kærkominn hjá Aroni Degi og félögum sem færðust upp í þriðja sæti deildarinnar.

Aron Dagur skoraði tvö mörk í þremur skotum en átti sex stoðsendingar og er sem fyrr í hópi þeirra leikmanna deildarinnar sem hefur átt flestar slíkar á leiktíðinni.

„Leikmenn Sävehof léku mjög framarlega á okkur. Þar af leiðandi tók ég bara mín færi og reyndi að spila samherja mína uppi. Því miður höfum við verið að missa leikmenn í meiðsli. Þess vegna gátum ekki rúllað liðinu eins og mikið og æskilegt væri,“ sagði Aron Dagur og bætti við að álagið hafi verið mikið á síðustu dögum og vikum því Alingsås tekur þátt í Evrópudeildinni samhliða keppninni heima fyrir.


„Þetta var þriðji leikur okkar á fimm dögum. Þar af leiðandi var það mjög sterkt hjá okkur að vinna Sävehof í dag. Sävehof hefur verið á mikilli siglingu og meðal annars unnið Skövde tvisvar í röð á skömmum tíma. Leikmenn Sävehof mættu til leiks fullir sjálfstrausts. Þess vegna var þessi sigur í „derbyleik“ enn sætari,“ sagði Aron Dagur Pálsson sem er á sínu öðru tímabili með Alingsås.

Staðan í sænsku úrvalsdeildinni:
Malmö 23(15), Ystads IF 23(16), Alingsås 21(16), Skövde 19(15), Lugi 19(17), Kristianstad 18(14), Sävehof 17(14), IFK Ystads 15(15), Önnereds 12(15), Hallby 12(16), Guif 12(15), Helsingborg 10(15), Aranäs 10(15), Redbergslid 9(16), Varberg 8(14).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -