Sagosen frá keppni út árið

Sander Sagosen leikmaður Kiel verður lengi frá keppni vegna meiðsla. Mynd/EPA

Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen verður frá keppni í sex til átta mánuði eftir að hafa meiðst alvarlega á vinstri ökkla snemma í viðureign Kiel og HSV Hamburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Verði þetta raunin má í fyrsta lagi reikna með Norðmanninum sterka út á leikvöllinn aftur í kringum næstu áramót.


Haft er eftir lækni THW Kiel á heimasíðu félagsins að Sagosen verði lengi frá vegna meiðslanna. Meiðsli Norðmannsins bætast ofan á fjarveru Hendriks Pekeler tveimur vikum áður en Kiel tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar eftir hálfan mánuð.Kiel vann leikinn við Hamburg í dag, 29:22, og stefnir á annað sæti þýsku 1. deildarinnar.


Sagosen á ár eftir af samningi sínum við Kiel. Að honum loknum flytur Sagosen heim til Noregs og gengur til liðs við Kolstad frá Þrándheimi.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -