- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra fór á kostum í stórsigri

Sandra Erlingsdóttir leikmaður EH Aalborg. Mynd/EH Aalborg Support
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir fór á kostum með liði sínu, EH Alaborg, í dönsku 1. deildinni í handknattleik er það vann stórsigur á Lyngby, 32:19, á heimavelli. Álaborgarliðið var átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:11.


Sandra var markahæst á leikvellinum. Hún skoraði níu mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Þess utan var hún að vanda aðsópsmikil í vörninni.


Þrátt fyrir góðan sigur er EH Aalborg enn í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum og er fimm stigum á eftir Bjerringbro sem situr í þriðja sæti. Liðin sem hafna í öðru og þriðja sæti í vor mætast í umspili um keppnisrétt í úrvalsdeild á næsta ári.


SönderjyskE er efst og virðist fátt stöðva liðið um þessar mundir. Það er tíu stigum á undan liði Söndru. Enn eru sex umferðir eftir af deildarkeppninni og því ekki öll nótt úti hjá Söndru og félögum að komast í umspilið eins og á síðasta keppnistímabili.

Fyrir nokkru var greint frá því að Sandra ætli að róa á önnur ný mið í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -