Sara Dögg og félagar halda efsta sæti í harðri keppni

Sara Dögg Hjaltadóttir og samherjar hennar í Gjerpen HK Skien halda efsta sæti norsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir sigur á Levanger í Trønderhallen í Þrándheimi í dag, 20:14. Sara Dögg skoraði fjögur mörk í leiknum, þar af eitt úr vítakasti en lið hennar var með öruggt forskot frá upphafi til enda.


Gjerpen HK Skien hefur þar með 21 stig eftir 12 leiki eins og annað lið sem tengist Íslendingum, Volda. Volda vann Ålgård, 28:15, á útivelli í dag. Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 9:9. Voldaliðið tók öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik í Ålgårdhallen


Katrín Tinna Jensdóttir lék með Volda í dag en hún var ekki í hópnum á dögunum. Hún skoraði ekki mark að þessu sinni. Halldór Stefán Haraldsson er þjálfari liðsins og Hilmar Guðlaugsson er honum innan handar.


Gjerpen HK Skien og Volda halda þar með áfram kapphlaupi sínu á toppnum en Haslum Bærum Damer er skammt undan, þremur stigum á eftir.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -