Sara Katrín Gunnarsdóttir átti enn einn stórleikinn fyrri ungmennalið HK í dag þegar liðið sótti tvö stig austur á Selfoss í Grill 66-deildinni í dag. Hún skoraði 13 mörk í sex marka sigri HK-liðsins, 27:21. Vængbrotið lið Selfoss var marki yfir í hálfleik, 12:11, í lokaleik níundu umferðar deildarinnar.


HK situr í sjötta sæti Grill 66-deildarinnar með átta stig. Selfoss rekur lestina sem fyrr með tvö stig.


Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 6, Elín Krista Sigurðardóttir 5, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 4, Ivana Raickovic 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Agnes Sigurðardóttir 1, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1.


Mörk HK: Sara Katrín Gunnarsdóttir 13, Aníta Eik Jónsdóttir 4, Landra Náttsól Salvamoser 3, Amelía Laufey Miljevic 2, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 2, Inga Dís Jóhannnsdóttir 1, Eva Hrund Harðardóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Molakaffi: Sigur hjá Daníel Frey, Porto tekur númer 1 úr umferð, naumt tap

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot og var með 33 % markvörslu þann tíma sem hann stóð í marki Guif í gærkvöld...

Harðarmenn gáfu Kríunni ekkert eftir

Leikmönnum Harðar á Ísafirði vex fiskur um hrygg með hverjum leiknum sem þeir leika í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þeir hafa...

Enn einn stórsigur HK

HK-liðið hefur verið á sigurbraut um nokkurt skeið í Grill 66-deild karla í handknattleik. Á því varð engin breyting í kvöld þegar...
- Auglýsing -