- Auglýsing -

Sautjándi sigurinn hjá Orra Frey og samherjum

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Elverum og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ekkert hik er á norska meistaraliðinu Elverum, sem landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson leikur með. Í dag vann Elverum afar öruggan sigur á heimavelli á liðsmönnum Kolstad frá Þrándheimi, 37:30, á heimavelli. Elverum hefur þar með áfram fullt hús stiga, nú 34, eftir 17 leiki og er átta stigum á undan Drammen sem er í öðru sæti.


Orri Freyr skoraði þrjú mörk í fjórum skotum í leiknum í Terningen Arena, heimavelli Elverum í dag.


Aðeins var eins marks munur á liðunum þegar gengið var til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik, 15:14. Munurinn á liðunum kom skýrt í ljós í síðari hálfleik.


Orri Freyr gekk til liðs við Elverum á síðasta sumri frá Haukum og hefur gert það gott með norska liðinu á keppnistímabilinu. Hann var einnig í landsliðinu á EM í síðasta mánuði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -