- Auglýsing -

Selfoss endurheimti efsta sætið – Tinna Sigurrós skoraði 11 mörk

Tinna Sigurrós Traustadóttir, leikmaður Selfoss. Mynd/Umf. Selfoss / ÁÞG

Tinna Sigurrós Traustadóttir átti enn einn stórleikinn á leiktíðinni í kvöld þegar Selfoss vann Gróttu, 30:24, í Sethöllinni á Selfossi í Grill66-deild kvenna. Tinna Sigurrós skoraði 11 mörk að þessu sinni og réðu leikmenn Gróttu ekkert við unglingalandsliðskonuna. Hún er markahæst í deildinni með 93 mörk, fimm mörkum fleiri en Auður Brynja Sölvadóttir hjá Víkingi. Tinna á 12 leiki að baki en Auður 13.


Með sigrinum endurheimti Selfossliðið efsta sæti deildarinnar, alltént um stundarsakir. Liðið er með 23 stig eftir 13 leiki og er tveimur stigum og einum leik fyrir ofan ÍR. Ljóst er að barátta Selfoss og ÍR um efsta sætið heldur áfram að harðna. Grótta er í fjórða sæti, 10 stigum á eftir Selfossi.


Selfossliðið var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik í Sethöllinni, 16:12.


Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 11, Roberta Stropus 5, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 4, Tinna Soffia Traustadóttir 4, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Kristín Una Hólmarsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Rakel Hlynsdóttir 1.

Mörk Gróttu: Valgerður Helga Ísaksdóttir 7, Ída Margrét Stefánsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Helga Guðrún Sigurðardóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 2, Jónína Líf Gísladóttir 2, Dagný Lára Ragnarsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -