- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss fór með bæði stigin frá Eyjum

Hergeir Grímsson og félagar í Selfossleika öðru sinni á rúmum sólarhring í Koprivice. Mynd/Selfoss/SÁ
- Auglýsing -

Selfoss skaust upp í þriðja sæti Olísdeildar karla með eins marks sigri á ÍBV í Suðurlandsslag í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld, 27:26. Selfoss er þar með komið með 20 stig og er stigi á undan Aftureldingu, Stjörnunni, Val og ÍBV, og fjórum stigum á eftir FH sem er í öðru sæti.


ÍBV skoraði tvö síðustu mörk leiksins og fékk þar á ofan tækifæri til þess að jafna metin en skot Sveins Jose Rivera geigaði og Selfyssingar fögnuðu báðum stigunum enda ekki á hverjum degi sem lið fara með bæði stigin úr heimsókn sinni til Eyja.


Selfoss var lengst af með yfirhöndina í fyrri hálfleik og hafði tveggja marka forskot í hálfleik, 14:12. Í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn og ÍBV náði að komast yfir, 21:20, þegar 14 mínútur voru eftir. Selfoss-liðið komst yfir á ný og var með þriggja marka forskot þegar skammt var eftir.


Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 12/7, Sigtryggur Daði Rúnarsson 6, Dagur Arnarsson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 1, Svanur Páll Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 7, 35% – Björn Viðar Björnsson 3 – 17,6%.
Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 9/7, Einar Sverrisson 7, Ragnar Jóhannsson 5, Nökkvi Dan Elliðason 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Magnús Öder Einarsson 1, Gunnar Flosi Grétarsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 12, 34,3% – Alexander Hrafnkelsson 1, 33,3%.
Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -