- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss fór upp í fjórða sæti eftir sigur á Varmá

Alexander Már Egan skoraði flest mörk ungmennaliðs Selfoss í sigurleik á Aftureldingu í Grill66-deildinni í gær. Mynd/Selfoss
- Auglýsing -

Ungmennalið Selfoss vann ungmennalið Aftureldingar með sjö marka mun að Varmá í gær í eina leik dagsins í Grill66-deild karla í handknattleik, 34:27. Þetta kemur fram á vef sunnlenska.is en hvergi annarstaðar virðist vera hægt að fá upplýsingar um leikinn.


Selfyssingar voru með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda. Þeir voru með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:13.


Alexander Már Egan og Vilhelm Freyr Steindórsson voru markahæstir Selfyssinga með 7 mörk hvor, Sölvi Svavarsson skoraði 6 mörk, Gunnar Flosi Grétarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 4/1, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 2 og Elvar Elí Hallgrímsson 1.

Markverðir Selfoss voru í miklu stuði í leiknum. Alexander Hrafnkelsson varði 19 skot og var með 43% markvörslu og Jón Þórarinn Þorsteinsson varði þrjú skot og var með 60% markvörslu eftir því sem fram kemur í frétt sunnlenska.


Hverjir skoruðu fyrir Aftureldingu verður að liggja á milli hluta.


Ungmennalið Selfoss færðist upp í fjórða sæti Grill66-deildar með þessum sigri á Varmá. Liðið hefur 20 stig að loknum 15 leikjum. Aftureldingarmenn sitja áfram í áttunda sæti með níu stig eftir 15 viðureignir.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -