- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss gefur ekkert eftir í kapphlaupinu

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og samherjar í Selfossi eru á góðum skriði um þessar mundir. Mynd/UMFSelfoss
- Auglýsing -

Kapphlaup Selfoss og ÍR um efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik heldur áfram. Selfoss vann í kvöld ungmennalið HK með 11 marka mun, 29:18, í Sethöllinni á Selfossi og er þar með á ný tveimur stigum á eftir ÍR sem er efst. Selfossliðið á leik til góða á Breiðholtsliðið. FH er í þriðja sæti þremur stigum á eftir Selfoss.

Heimaliðið var með forskot frá upphafi til enda í Sethöllinni í kvöld. Að loknum fyrri hálfleik var fimm marka munur á liðunum 14:9.


Tinna Sigurrós Traustadóttir átt enn einn stórleikinn fyrir Selfoss í kvöld. Hún skoraði 10 mörk. Tinna Soffía Traustadóttir var næst með fjögur mörk.
Í efnilegu liði HK var Hekla Fönn Vilhelmsdóttir markahæst með fimm mörk. HK U er í sjöunda sæti með níu stig að loknum 11 leikjum.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 10, Tinna Soffía Traustadóttir 4, Emilía Kjartansdóttir 3, Roberta Strope 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Agnes Sigurðardóttir 2, Elínborg Þorbjörnsdóttir 2, Kristín Una Hólmarsdóttir 2, Katla Ómarsdóttir 1.

Mörk HK U.: Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 5, Alfa Brá Oddsdóttir 4, Leandra Náttsól Salvomoser 2, Anna Valdís Garðarsdóttir 2, Telma Medos 2, Amelía Laufey Miljevic 1, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Margrét Guðmundsdóttir 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -