- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss sýndi KA-mönnum enga miskunn

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari og leikmenn Selfoss taka á móti Fram í Sethöllinni í kvöld. Mynd/Einar Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Selfoss færðist upp í sjöunda sæti Olísdeildar karla í kvöld með naumum sigri á KA í hörkuleik í Sethöllinni á Selfoss, 25:24, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. KA-menn verða þar með að sætta sig við að sitja í 10. sæti deildarinnar með sín sex stig og vera stigi á eftir Gróttu sem vann öruggan sigur á ÍBV fyrr í dag, eins og áður hefur verið getið um á handbolta.is.

Sem fyrr segir voru leikmenn Selfoss yfir í hálfleik, 12:10. Þeir byrjuðu síðari hálfleik mun betur en gestirnir og náðu mest sex marka forskoti á fyrstu tíu mínútunum. Leikmenn KA voru allt til leiksloka að berjast við að vinna upp muninn og tókst að jafna, 21:21, þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Heimamenn náðu að halda sjó og Einar Sverrisson jók forskotið í 25:23, þegar mínúta var til leiksloka.


Mörk Selfoss:
Guðmundur Hólmar Helgason 7/3, Richard Sæþór Sigurðsson 6, Tryggvi Þórisson 3, Einar Sverrisson 4, Hergeir Grímsson 2, Ragnar Jóhannsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 1, Alexander Már Egan 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 12, 34,3% – Sölvi Ólafsson 0.

Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 8/3, Einar Rafn Eiðsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 4, Ólafur Gústafsson 2, Arnór Ísak Haddsson 2, Pætur Mikkjalsson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 14, 37,8.

Öll tölfræði leikja í Olísdeild karla er að finna hjá HBStatz.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -