- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfyssingar fögnuðu í Krikanum

Frá viðureign FH og Selfoss í Kaplakrika á síðasta föstudag. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Leikmennn Selfoss gerðu sér lítið fyrir og lögðu FH-inga í Kaplakrika í kvöld í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla 28:27. Í jöfnum leik í Krikanum var jafnt að loknum fyrri hálfleik, 12:12. Selfoss hefur þar með einn vinning á móti engum FH-inga. Liðin mætast á nýja leik í Set-höllinni á Selfossi á sunnudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Vegna þess að FH-liðið er undir verður það að vinna viðureignina á sunnudaginn til þess að falla ekki úr keppni.


Rífandi góð stemning og liðlega 1.000 áhorfendur mættu á leikinn í Kaplakrika. Stuðningsmenn Selfoss mættu vel og létu vel í sér heyra. FH-ingar létu einnig til sín taka utan vallar og ljóst er að herferð félagsins á samfélagsmiðlum sem fólgin var í að hvetja stuðningsmenn FH til að mæta hefur heppnast.

Kátir Selfyssingar í Kaplakrika í kvöld klappa liði sínu lof í lófa. Mynd/J.L.Long


Jafnt var framan af síðari hálfleik áður en Selfossliðið seig framúr og var fimm mörkum yfir, 25:20, þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Þá hófu leikmenn FH gagnsókn sem skilaði sér í að saxa tók á forskot Selfoss en þó ekki nóg þegar upp var staðið. Ekkert mark var skorað í liðlega tvær síðustu mínútur leiksins.


Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/4, Leonharð Þorgeir Harðarson 5, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Einar Örn Sindrason 3, Birgir Már Birgisson 2, Jón Bjarni Ólafsson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1, Ágúst Birgisson 1.
Varin skot: Phil Döhler 10/1, 28,6%.

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 7, Hergeir Grímsson 6, Guðmundur Hólmar Helgason 4/1, Ragnar Jóhannsson 4, Alexander Már Egan 2, Hannes Höskuldsson 2, Einar Sverrisson 2/1, Tryggvi Þórisson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 11/2, 29,7% – Sölvi Ólafsson 0.


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Leikjadagskrá úrslitakeppni Olísdeildar karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -