Semur við Erlangen til eins árs

Ólafur Stefánsson heldur áfram að starfa fyrir HC Erlangen. Mynd/EPA

Ólafur Stefánsson verður áfram aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins HC Erlangen. Nordbayern.de segir frá því í dag að félagið hafi gert eins árs samning við Ólaf um að vera þjálfara liðsins, Raúl Alonso, áfram til halds og trausts næsta árið.


Aolonso tók við þjálfun liðsins í byrjun ársins og var fljótur að hafa samband við Ólaf og fá hann sér til halds og trausts. Í lok febrúar var Ólafur tímabundið ráðinn aðstoðarþjálfari eftir að hafa kynnt sér aðstæður hjá félaginu.


HC Erlangen á þrjá leiki eftir á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni og situr um þessar mundir í 12. sæti af 18 liðum.


Línu-, og varnarmaðurinn sterki, Sveinn Jóhannsson, gengur til liðs við HC Erlangen í sumar. Bækistöðvar liðsins eru í Nürnberg.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -