Semur við FH til ársins 2023

Jóhann Birgir Ingvarsson, leikmaður FH. Mynd/ J.L.Long

Jóhann Birgir Ingvarsson hefur skrifað undir samning við Handknattleiksdeild FH sem gildir fram til loka tímabilsins 2023. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá FH.


Jóhann Birgir lék um árabil með Hafnarfjarðarliðinu en gekk til liðs við HK á síðasta keppnistímabili og lék með Kópavogsliðinu fram eftir þessari leiktíð. Upp úr samningi hans við HK slitnaði í lok janúar og gekk Jóhann Birgir þá rakleitt aftur til liðs við FH 29. janúar sl. Síðan hefur hann tekið þátt í tveimur leikjum FH-inga í Olísdeildinni.


„Það var gleðiefni að fá Jóhann Birgi aftur í FH enda drengur góður og frábær leikmaður. Hann hefur alla tíð verið vinsæll meðal stuðningsmanna FH enda hvoru tveggja töframaður með boltann og með mikið og stórt FH-hjarta. Hér á hann heima!“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni formanni Handknattleiksdeildar FH í tilkynningu.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -