- Auglýsing -
- Auglýsing -

Serbneskur leikstjórnandi semur við Gróttu

Igor Mrsulja, nýr leikmaður Gróttu, fyrir miðri mynd, nýtist Gróttuliðinu ekki fyrr en í þriðju umferð Olísdeildar þegar komið verður fram í október. Mynd/Grótta
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert tveggja ára samning við Igor Mrsulja. Hann er serbneskur leikstjórnandi 27 ára að aldri og hefur lengstan hluta ferilsins leikið með RK Partizan í heimalandi sínu. Einnig hefur Mrsulja leikið í hollensku og ungversku úrvalsdeildunum. Í fyrra lék hann með Kikinda Grindex í serbnesku úrvaldsdeildinni.

Mrsulja lék með yngri landsliðum Serbíu í lokakeppni heims- og Evrópumóta frá 2011-2014. Hann hefur tvisvar sinnum orði serbneskur meistari, bikarmeistari í heimalandi, bikarmeistari í Hollandi auk þess að hafa reynslu úr Evrópukeppni með fyrri félagsliðum sínum.

„Koma Mrsulja til Gróttu styrkir liðið mikið enda góður alhliða leikmaður, bæði í sókn og vörn. Hann eykur breidd Gróttuliðsins og mun án efa hjálpa liðinu í sterkri Olísdeild á næsta tímabili,“ segir m.a. í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu í kvöld.

Grótta mun leika í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili, annað árið í röð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -