- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex leikmenn smitaðir í herbúðum GOG

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska liðsins GOG. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Smit kórónuveiru er komið upp í herbúðum GOG, toppliðs dönsku úrvalsdeildarinnar sem landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með.

Sex leikmenn greindust með smit í gær og hefur viðureign GOG og Skanderborg Aarhus sem fram átti að fara á miðvikudaginn verið frestað.

Ekki er greint frá hvaða leikmenn eru sýktir enda er um að ræða hluta af heilsufarsupplýsingum einstaklinga.


Frá þessu er greint á heimasíðu GOG í morgun. Þar segir að að æfingar falli niður og leikmenn og starfsmenn hafi verið sendir heim. Ennfremur segir að næsta æfing verði í fyrsta lagi 26. desember en daginn eftir stendur fyrir dyrum leikur við Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni. Sú viðureign fer ekki fram nema að leikmenn verði heilir heilsu.

Á síðasta keppnistímabili kom upp hópsmit innan GOG-liðsins og varð að fresta nokkrum leikjum af þeirri ástæðu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -