- Auglýsing -
- Auglýsing -

Síðari hálfleikur var ekki nógu góður

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Við byruðum síðari hálfleikinn mjög soft í vörninni enda tel ég að í kvöld höfum við leikið okkar sísta varnarleik að þessu sinni. Af þessu leiddi að við fengum á okkur auðveld mörk. Síðan kom tími snemma í síðari hálfleik þegar við flýttum okkur aðeins of mikið sem varð þess valdandi að okkur tókst ekki að minnka forskot Eyjamanna,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka eftir að hans menn töpuðu fjórða leiknum fyrir ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld, 34:27. Tapið var þess valdandi að Haukar eru úr leik á þessari leiktíð en ÍBV heldur áfram og mætir Val í úrslitum.


„Við áttum möguleika fram eftir öllum leik. Níu mínútum fyrir leikslok vorum við þremur mörkum undir og unnum boltann og fengum þar af leiðandi tækifæri til þess að minnka muninn í tvö. Það tókst ekki. Hinsvegar tapaðist leikurinn ekki á þeim tímapunkti. Leikurinn tapaðist fyrr. Síðari hálfleikur var bara alls ekki nógu góður hjá okkur,“ sagði Aron sem varð fyrir vonbrigðum með þann hluta leiksins eftir að flest hafði gengið samkvæmt áætlun í fyrri hálfleik. Að honum loknum var aðeins eins marks munur, 17:16, ÍBV í vil eftir að Eyjamenn skoruðu tvö síðustu mörkin.


„Okkar markmið á hverju ári er að vinna alla titla. Að þessu sinni vorum við næstum því búnir að vinna deildina, endum með sama stigafjölda og Valur.

Kveðjuleikur Arons

Í úrslitakeppninni fannst mér okkur takast að bæta varnarleikinn jafnt og þétt eftir því sem á leið en því miður varð ekki framhald á því að þessu sinni. Hver ástæðan var veit ég ekki, kannski voru menn þreyttir. Eftir góðan sóknarleik í fyrri hálfleik í kvöld þá náðum við ekki að fylgja því eftir í síðari hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson sem stýrði Haukum í síðasta sinn í kvöld eftir tvö ár að þessu sinni en fram kom fyrir nokkru að hann ætli að snúa sér að öðrum verkefnum.

Aron sagði þau mál ekki liggja alveg fyrir ennþá en ljóst væri þó að áfram verður hann starfsmaður Hauka að einhverju leyti samhliða öðru.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -