- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurganga Kielce var stöðvuð í París

Dika Mem leikmaður Barcelona sækir að vörn Porto í leik liðanna í Meistaradeildinni í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir hvern sigurleikinn á fætur öðrum á síðustu vikum, þar á meðal tvisvar á einni viku gegn Barcelona, þá var leikmönnum pólska meistaraliðsins Vive Kielce kippt niður á jörðina í kvöld þegar þeir sóttu PSG heim til Parísar. Heimamenn unnu öruggan fimm marka sigur, 32:27.

Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Kielce. Szymnon Sicko var markahæstur hjá Kielce ásamt Dylan Nahi með fimm mörk. Mikkel Hansen skoraði sjö fyrir PSG og Nedim Remili sex. Hansen er markahæstur í Meistaradeildinni á leiktíðinni með 55 mörk.


Þrátt fyrir tap er Vive Kielce eftir sem áður í efsta sæti í riðlinum með 14 stig eftir níu leiki og er tveimur stigum á undan Veszprém sem lagði Dinamo Búkarest í miklum markaleik, 47:32, á heimavelli í kvöld. Í sama riðli vann Barcelona liðsmenn Porto, 39:31, í Barcelona.


Barcelona og PSG er í þriðja og fjórða sæti með 11 stig hvort.

Kiel vann Vardar Skopje á heimavelli, 32:30, og fór upp í annað sæti í A-riðli en það var eini leikurinn í kvöld í þeim riðli. Sander Sagosen átti stórleik fyrir Kiel með átta mörk og sjö stoðsendingar. Domagoj Duvnjak var næstur með fimm mörk eins og Sven Ehrig. Ante Kudiuz skoraði níu sinnum fyrir Vardar-liðið.

Staðan í A- og B-riðlum Meistaradeildar eftir níu umferðir:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -