- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurganga Ungverja heldur áfram

Evrópumeistarar Ungverja í handknattleik kvenna 19 ára og yngri. Mynd/Handknattleikssamband Ungverjalands
- Auglýsing -

Ungverjar eru á góðri leið með að eignast gullkynslóð í handknattleik kvenna. Um helgina varð ungverska kvennalandsliðið Evrópumeistari 19 ára og yngri með því að leggja landslið Rússa með níu marka mun í úrslitaleik, 31:22, í Celje í Slóveníu. Að uppistöðu til er ungverska liðið skipað sömu leikmönnum og unnu Evrópumeistaratitilinn í flokki 17 ára landsliða fyrir tveimur árum.


Ekkert lið stóð því ungverska snúning í Slóveníu undanfarnar vikur. Það bar höfuð og herðar yfir önnur lið og kórónuðu frammistöðu sína með stórsigri í úrslitaleiknum. Þrír leikmenn liðsins voru í mótslok valdir í lið mótsins sem segir margt um yfirburðina.

Ungverska liðið skoraði 215 mörk í sjö leikjum mótsins.


Frakkar hrepptu bronsverðlaun eftir að hafa marið Svía, 30:29, í leiknum um þriðja sætið. Lið sömu þjóða mættust í bronsleiknum á EM 17 ára landsliða fyrir tveimur árum. Þá unnu Svíar með eins marks mun, 20:19.
Lena Grandveau bar uppi franska liðið í gær. Hún skoraði 11 mörk í 15 tilraunum.

Niðurstaða mótsins:
1. Ungverjaland, 2. Rússland, 3. Frakkland, 4. Svíþjóð, 5. Rúmenía, 6. Danmörk, 7. Króatía, 8. Þýskaland, 9. Noregur, 10. Tékkland, 11. Sviss, 12. Slóvakía, 13. Svartfjallaland, 14. Austurríki, 15. Slóvenía, 16. Portúgal (dró sig úr keppni á elleftu stundu þegar kórónuveirusmit kom upp innan landsliðshópsins í æfingabúðum nokkrum dögum áður en haldið var til Slóveníu).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -