- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurgangan heldur áfram

Aron Pálmarsson átt mörg glæsileg tilþrif með Barcelona. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Barcelona með Aron Pálmarsson í áhöfn varð fyrst liða til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í dag.

Barcelona lagði þá Noregsmeistara Elverum öðru sinni í 16-liða úrslitum í Barcelona á þremur dögum, 39:19, og samtals 76:44 í tveimur leikjum.


Þetta var sextándi leikur Barcelona í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Um leið var þetta sextándi sigurleikurinn. Ekkert lið hefur náð viðlíka árangri í Meistaradeildinni á keppnistímabilinu.


Aron skoraði eitt mark í dag og átti eina stoðsendingu. Mamadou Soumare var markahæstur hjá Barcelona með sex mörk og Slóveninn örvhenti Juer Dolinec var næstur með fimm mörk.


Dominik Máthé var markahæstur hjá Elverum með sex mörk. Tobias Gröndal skoraði í fimm skipti.


Báðir leikir fóru fram í Barcelona vegna strangra reglna um sóttvarnir við komu til Noregs.

Barcelonna mætir annað hvort Motor Zaporozhye eða Meshkov Brest í átta liða úrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -