- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Sigurinn var mjög sanngjarn“

Valur er kominn áfram í Evrópubikarkeppninni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Liðið kom mjög kröftugt til leiks í síðari hálfleik. Varnarleikurinn og markvarslan var frábær. Sóknarleikurinn var framúrskarandi þar sem margir leikmenn lögðu í púkkið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson í samtali við handbolta.is í gærkvöld efti öruggan sigur Vals, 31:23, á Stjörnunni í 4. umferð Olísdeildar kvenna. Leikið var í TM-höllinni í Garðabæ.


Valur er þar með áfram með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Stjarnan er ásamt fleiri liðum með tvö stig eftir að hafa leikið fjórum sinnum.

Staðan í Olísdeild kvenna.


„Elín Rósa stýrði sóknarleiknum mjög vel. Thea Imani var mjög öflug en var farinn að lýjast undir lokin. Mariam kom inn af miklum krafti þegar á leið hálfleikinn. Fleiri leikmenn léku vel. Við sýndum að breiddin er fyrir hendi í hópnum þótt við séum án sterkra leikmanna um þessar mundir,“ sagði Ágúst Þór en m.a. þá tók Lovísa Thompson ekki þátt vegna afleiðinga höggs sem hún fékk á augabrún í landsleik fyrir hálfum mánuði.

Slen í fyrri hálfleik

„Það var slen yfir liðinu í fyrri hálfleik og engu var líkara en liðið væri laskað eftir Evrópuleikina og ferðlagið um síðustu helgi. Engu að síður tókst okkur að halda leiknum í járnum,“ sagði Ágúst Þór um fyrri hálfleikinn en að honum loknum var Stjarnan tveimur mörkum yfir, 15:13.


„Sigurinn var mjög sanngjarn að mínu mati,“ sagði Ágúst en Valsliðið skoraði 18 mörk í síðari hálfleik gegn átta frá Stjörnunni.

Vasr ekki í rónni

„Heilt yfir var frammistaðan mjög góð og mikið betri en ég þorði að vona. Ég var svolítið óviss hvernig myndi ganga eftir tvo Evrópuleiki og ferðalög til og frá Serbíu um síðustu helgi. Ég var ekki í rónni fyrir leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við handbolta.is eftir sigurinn í TM-höllinni í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -