Sigvaldi Björn í liði umferðarinnar – myndskeið

Sigvaldi Björn Guðjónsson er í liði 4. umferðar í Meistaradeildinni. Mynd/EPA

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður og hornamaður pólska meistaraliðsins Vive Kielce er í liði fjórðu umferðar Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigvaldi Björn er valinn í lið umferðarinnar á þessari leiktíð.


Sigvaldi Björn lék afar vel og skoraði 4 mörk þegar Vive Kielce vann Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi, 34:27, á heimavelli á miðvikudagskvöld. Með sigrinum tyllti Kielce sér á topp riðilsins með sex stig eftir fjóra leiki.


Tilþrif Sigvalda Björns sem færðu honum sæti í liði umferðarinnar er að finna myndskeiðinu hér að neðan.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Fleiri breytingar á landsliðinu

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur orðið að gera þriðju breytinguna á landsliðshópnum sem mætir Litháen í undankeppni EM2022 í...

Handboltinn okkar: Hafnarfjarðarþema

Hafnarfjarðarþema er í þætti dagsins hjá strákunum í Handboltinn okkar en þeir fengu Aron Kristjánsson þjálfara karlaliðs Hauka og Ásbjörn Friðriksson...

Fimm liðsfélagar smitaðir

Upp hefur komið smit meðal samherja Arons Dags Pálssonar handknattleiksmanns hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Alingsås. Þar af leiðandi hefur leik Alingsås og Aranäs...
- Auglýsing -