- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn og Haukur meistarar í Póllandi

Alex Dujshebaev og Sigvaldi Björn Guðjónsson í sigurleiknum á á SPR Stal Mielec hvar Kielce tryggði sér pólska meistaratitilinn í 18. sinn. Mynd/Łomża Vive Kielce
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson urðu í gærkvöld pólskir meistarar í handknattleik með liði sínu Łomża Vive Kielce. Liðið tryggði sér pólska meistaratitilinn í átjánda sinn með sigri á SPR Stal Mielec, 33:24, á útivelli í 25. umferð deildarkeppninnar. Ekki verður háð úrslitakeppni í Póllandi að þessu sinni heldur verður niðurstaða deildarkeppninnar látinn ráða niðurstöðunni í kapphlaupinu um meistaratitilinn.

Sigvaldi Björn skoraði fimm mörk í sjö skotum í leiknum í gærkvöld sem fram fór á útivelli. Haukur lék ekki með þar sem hann er jafna sig eftir að hafa slitið krossband í haust. Báðir gengu þeir til liðs við Łomża Vive Kielce á síðasta sumri.


Łomża Vive Kielce hefur nú unnið alla 25 leiki sína á keppnistímabilinu. Ein umferð er eftir í úrvalsdeildinni og er Łomża Vive Kielce með sex stiga forskot á Orlen Wisla Plock. Veitt eru þrjú stig fyrir sigur í deildinni.


Łomża Vive Kielce mætir Orlen Wisla Plock á heimavelli í lokaumferðinni á sunnudaginn. Meistarabikarinn verður afhentur í leikslok og þá verður væntanlega mikið um dýrðir í Kielce.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -