- Auglýsing -

Sitja í efsta sæti fram yfir áramót

Karen Knútsdóttir mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Fram situr í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik fram á nýtt ár. Þeirri staðreynd verður ekki breytt eftir öruggan sigur á HK, 33:20, í Kórnum í 10. umferð deildarinnar í dag.


Framliðið hefur þar með 17 stig eftir 10 leiki og er stigi fyrir ofan Val sem á leik til góða. Viðureign Vals og ÍBV var frestað.
HK er í sjötta sæti með sjö stig eftir 10 leiki.

Fram var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:9.

Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8/3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 5, 17,2% – Margrét Ýr Björnsdóttir 2, 18,2%.

Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 7/3, Perla Ruth Albertsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Ragnheiður Júlíusdóttir 5/2, Svala Júlía Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Tinna Valgerður Gísladóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 12, 44,4%, Írena Björk Ómarsdóttir 0.


Til stóð að handbolti.is yrði með textalýsingu frá leiknum. Hætta varð við á síðustu stundu vegna aðstöðuleysis í Kórnum.


Stöðun í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -