- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö marka sigur í Eyjum

Sigtyggur Daði Rúnarsson og félagar í ÍBV voru öflugir. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

ÍBV færðist í dag upp að hlið Stjörnunnar og Vals í annað til fjórða sæti Olísdeildar karla í handknattleik með öruggum sigri á Selfossi, 32:25, í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Selfoss er þar með áfram í áttunda sæti með sex stig og virðist enn eiga nokkuð í að ná vopnum sínum að fullu. ÍBV var með eins marks forskot, 15:14, að loknum fyrri hálfleik.

ÍBV var sterkara liðið frá upphafi til enda í Eyjum að þessu sinni.

Selfossliðið náði að vinna sig inn í leikinn á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks eftir að hafa verið tveimur til fjórum mörkum undir, mest 13:9.
Upphafsmínútur síðari hálfleiks voru jafnar. ÍBV-liðið skoraði fimm mörk í röð og breytti stöðunni á skömmum tíma úr 16:16 í 21:16. Þennan kafla náði Selfoss aldrei að vinna upp að fullu. Minnstu munaði tveimur mörkum, 24:22, þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Eftir það var aldrei vafi hvorum megin sigurinn félli.


Vörn ÍBV var mjög góð lengst af og fyrir vikið fékk liðið talsvert af hraðaupphlaupum fyrir utan sem vörnin hélt aftur af sóknarleik Selfoss.


Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 5, Rúnar Kárason 5, Arnór Viðarsson 5, Elmar Erlingsson 4, Ásgeir Snær Vignisson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Andrés Marel Sigurðsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2/1, Róbert Sigurðarson 2, Dánjal Ragnarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 13/2, 36,1%, Björn Viðar Björnsson 0.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 9/6, Guðmundur Hólmar Helgason 6, Árni Steinn Steinþórsson 3, Hergeir Grímsson 2, Tryggvi Þórisson 2, Karoli Stropus 1, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 9, 36% – Vilius Rasimas 3, 16,7%.


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -