- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni

Ólafur Andrés Guðmundsson t.v. í leik með Montpellier. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hafnfirðingurinn ungi, Orri Freyr Þorkelsson, skoraði í kvöld sitt fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu í handknattleik og það á heimavelli þýska stórliðsins THW Kiel þegar hann og samherjar í norska meistaraliðinu Elverum sóttu Kiel-liðið heim. Orri Freyr skoraði eitt mark í fjórum tilraunum á lokakafla leiksins. Elverum varð að sætta sig við tap, 41:36, í leik hinni glötuðu varna.


Eric Johansson var markahæstur hjá Elverum með sjö mörk. Norski landsliðsmaðurinn Harald Reinkind reyndist leikmönnum Elverum erfiður. Hann skoraði sjö mörk í átta skotum og var markhæstur hjá þýsku meisturunum. Steffen Weinhold var næstur með sex mörk.


Elverum hefur eitt stig eftir tvo leiki í A-riðli Meistaradeildarinnar. Kiel og Aalborg eru efst með fjögur stig hvor. Aalborg vann franska liðið Montpellier, 36:28, á heimavelli í kvöld. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Danmerkurmeistaranna. Aron Pálmarsson er frá vegna meiðsla og tók ekki þátt en annar Hafnfirðingur, Ólafur Andrés Guðmundsson, kom mikið við sögu hjá Montpellier. Hann skoraði tvö mörk í sex skotum og var duglegur í vörninni.


Montpellier er með eitt stig eins og Elverum að loknum tveimur leikjum.
Lukas Sandell var allt í öllu í sóknarleik Aalborg og skoraði 11 mörk. Kristian Björnsen var næstur með sex mörk. Arthur Lenne og Veron Nacinovic voru markahæstir hjá Montpellier með fjögur mörk hvor.


Þriðji leikur kvöldsins í A-riðli var á milli ungversku meistaranna Pick Szeged og hins heillum horfna liðs Zagreb. Szeged vann öruggan sigur, 30:21. Zagreb hefur tapað á þriðja tug leikja í röð í Meistaradeildinni.
Loks vann Vardar frá Skopje liðsmenn Meshkov Brest með átta marka mun, 35:27.


Leikið verður í B-riðli keppninnar á morgun.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -