- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slapp fyrir horn

Aron Dagur Pálsson leikmaður sænska úrvalsdeildarliðins Alingsås. Mynd /Alingsås
- Auglýsing -

„Ég slapp og þeir sem smituðust eru allir komnir til baka og byrjaðir að æfa á fullu,“ sagði Aron Dagur Pálsson, handknattleiksmaður hjá Alingsås við handbolta.is í dag. Fyrir nærri hálfum mánuði greindust fimm samherjar Arons Dag af kórónuveirunni og var talið að þeir hefðu smitast í keppnisferð liðsins til Króatíu vegna leiks í Evrópudeildinni.

Í framhaldinu var Alingsås-liðið setti í sóttkví og æfingar felldar niður í nokkra daga meðan verið var að greiða úr málinu. Það tókst og sem betur fer þá smituðust ekki fleiri leikmenn Alingsås að sögn Arons Dags.
„Við æfðum á fullu í síðustu vikur og höldum áfram fram að leik á miðvikudaginn en þá sækjum við Lugi heim,“ sagði Aron Dagur ennfremur.

Þráðurinn verður tekinn upp í sænsku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöld eftir tveggja vikna hlé vegna leikja í undankeppni EM2022 í karlaflokki sem fram fóru í síðustu viku og í dag.
Alingsås er í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 11 stig eftir átta leiki, fimm stigum og með leik færra en IFK Kristianstad sem trónir á toppnum. Lugi, sem Alingsås sækir heim á miðvikudagskvöld til Lundar, situr í sjöunda sæti með 10 stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -