Eins og komið hefur fram í fréttum þá leikur kórónuveira lausum hala í Frakklandi og stefnir í að hún verði álíka útbreidd þar í landi og á vormánuðum þegar tugir þúsunda landsmanna veiktust. Útgöngubann hefur verið sett á hluta sólarhringsins í stærstu borgum landsins.

Útbreitt smit hefur stungið sér niður í handknattleiksliðum Frakklands eins og annarstaðar. Meðal annars eru sex leikmenn karlaliðs Montpellier í eingangrun, fjórir úr liði Nantes eru veikir og þrír hjá Nimes. Af þessu sökum hefur leikjum verið frestað í efstu deild. M.a. viðureign Nimes og Chambéry sem var á dagskrá í kvöld. Eins hefur leik Nimes og Presov í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, sem fram átti að fara í næstu viku, verið slegið á frest.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Selfossliðið styrkist

Kvennaliði Selfoss í Grill 66-deildinni hefur borist liðsstyrkur fyrir átökin sem hefjast þegar heimilt verður að keppa á ný á Íslandsmótinu í...

Viltu vera með?

Frá og með deginum í dag geta lesendur handbolta.is greitt fast mánaðarlegt framlag til að efla starfsemi hans. Hægt er að greiða...

KA/Þór fékk ítalskt lið

KA/Þór leikur við ítalska liðið Jomi Salerno í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna en dregið var í morgun. Jomi Salerno var...
- Auglýsing -