Snýr aftur heim til Hauka

Sonja Lind Sigsteinsdóttir hefur klæðst Haukabúningnum á nýjan leik. Mynd/Haukar

Handknattleikskonan unga og efnilega, Sonja Lind Sigsteinsdóttir, hefur snúið á ný í heimahagana hjá Haukum í Hafnfirði. Sonja Lind, sem er 18 ára gömul hefur tvö síðustu ár leikið með Stjörnunni. Hún lék með Haukum í yngri flokkum og var hluti af sterkum 2004 árgangi félagsins.


Síðustu tvö tímabil hefur Sonja leikið með Stjörnunni í Olísdeild kvenna og einnig með U-liði Stjörnunnar í Grill 66 deildinni þar sem hún varð þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 125 mörk í 18 leikjum. Einnig tók Sonja Lind þátt í 20 leikjum með Stjörnunni í Olísdeildinni og skoraði 11 mörk.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -