Sóknarleikurinn brást í þriggja marka tapi

U16 ára landslið kvenna við brottför frá Keflavík. Efri röð: Ingunn María Brynjarsdóttir, Ásrún Inga Arnarsdóttir, Kristbjörg Erlingsdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir, Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Rakel Ágústsdótttir, Eva Gísladóttir, Elísabet Millý Elíasardóttir, Ágústa Rún Jónasdóttir. Neðri: Lydía Gunnþórsdóttir, Arna Karitas Eiríksdóttir, Herdís Eiríksdóttir, Ester Amíra Ægisdóttir, Sólveig Þórmundsdóttir, Þóra Hrafnkelsdóttir, Alexandra Ósk Viktorsdóttir.

Eftir svekkjandi jafntefli við Noreg í morgun í fyrstu umferð Opna Evrópumótsins kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 16 og yngri, þá beið íslenska landsliðið lægri hlut fyrir landsliði Portúgal í síðari leik sínum í riðlakeppni mótsins síðdegis, 19:16. Portúgalska liðið var marki yfir, 10:9, að loknum fyrri hálfleik. Þriðji og síðasti leikur riðlakeppninnar verður við pólska landsliðið klukkan 10 í fyrramálið.


Fyrri hálfleikur var jafn og skiptust liðin á um að vera marki yfir og jafna metin. Síðari hálfleikur hélt áfram að þróast svipað. Liðin skiptust á að hafa forystu og voru lokamínútur leiksins æsispennandi. Því miður voru það stelpurnar frá Portúgal sem reyndust sterkari á lokamínútunum.

Ester Amíra Ægisdóttir og Kristbjörg Erlingsdóttir. Mynd/HSÍ


Íslensku stelpurnar léku góða vörn framan af og var markvarslan fín. Slakur sóknarleikur var Akkilesahæll liðsins þegar upp var staðið.


Mörk Íslands: Lydía Gunnþórsdóttir 7, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 3, Rakel Dóróthea Ágústsdóttir 2, Þóra Hrafnkelsdóttir 1.

Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 8, 40%, Elísabet Millý Elíasardóttir 3, 38%.


Úrslit leikja í riðlinum:
Pólland – Noregur 12:25.
Portúgal – Pólland 15:19.
Ísland – Noregur 20:20.
Ísland – Portúgal 16:19.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -